Áramótin séð úr lofti

Úr myndskeiðinu.
Úr myndskeiðinu.

Flygildi hafa rutt sér til rúms, hvort sem um er að ræða vígbúnað í hernaðarátökum eða til saklausra nota líkt og að mynda heiminn úr lofti.

Eitt slíkt hóf sig til flugs um áramótin þar sem það myndaði sprengjuglaða Íslendinga skjóta flugeldum á loft. Andrés Sighvatsson, íbúi í Blikaási í Hafnarfirði, á heiðurinn af því.

Myndskeiðið sem flygildið tók hefur vakið nokkra athygli á netinu. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert