Ný stikla úr íslenskum tölvuleik

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Lumenox Games hefur sent frá sér nýja stiklu úr leiknum Aaru's Awakening, en gert er ráð fyrir að framleiðsla hans klárist í næsta mánuði og útgáfa hefjist strax í kjölfarið.

Leikurinn er framleiddur af níu manna teymi, sjö Íslendinga og tveggja Dana, og hefur fyrirtæki þeirra, Lumenox Games, aðsetur í Hafnarfirði. Leikurinn Aaru's Awakening er handteiknaður þannig að allt sem birtist á skjánum hófst með blýantsteikningu.

Í nýju stiklunni má sjá eitt af fjórum svæðum leiksins en í Aaru's Awakening er leikið sem hetjan Aaru og þarf hann að komast í gegnum fjögur svæði, þ.e. Dögun, Dag, Kvöld og að lokum Nótt þar sem hann mætir illum guði.

Sjá má stikluna hér að neðan:

Lumenox Games hefur ákveðið að gefa 100 eintök af leiknum til Íslendinga sem að kjósa og segja skoðun sína á honum á íslensku inni á Steam Greenlight síðu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert