Tölvuþrjótar réðust á NATO

Mynd/Nato

Heimasíður NATO urðu í gær fyrir árásum frá tölvuþrjótum. Árásirnar urðu til þess að loka þurfti heimasíðu bandalagsins í nokkrar klukkustundir á meðan. NATO hefur ekki gefið upp hverjir standa að baki árásunum en á úkraínskri heimasíðu kemur fram að hópur sem kallar sig Cyber Berkut hafi lýst yfir í tilkynningu að þeir beri ábyrgð á árásunum. Ástæðuna segir hópurinn vera að þeir séu mótfallnir veru NATO í Úkraínu. 

Cyber Berkut er tilvísun í öryggissveitir fyrrverandi forseta Úkraínu, Viktor Janúkovitsj, en þær kallast Berkut. 

Sjá frétt CNN um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert