Meirihluti vefsíðna öruggur á ný

Öryggisgallinn gengur undir hinu myndræna nafni Heartbleed, með vísan til …
Öryggisgallinn gengur undir hinu myndræna nafni Heartbleed, með vísan til þess hve viðkvæmar upplýsingar gátu lekið vegna hans.

Þúsund vinsælustu vefsíður heims eru nú öruggar gegn hjartablæðingar öryggisgallanum sem komst í fréttirnar fyrr í þessum mánuði. Öryggisfyrirtækið Sucuri skoðaði vinsælustu síður netsins miðað við mælingar Alexa upplýsingafyrirtækisins og voru þær allar búnar að uppfæra búnað sinn. Aftur á móti voru enn 2% af vinsælustu milljón síðunum enn með ótrygg kerfi. 

Gallinn er í OpenSSL öryggisstaðlinum fyrir vefþjóna, en hann getur valdið því að tölvuþrjótar geta njósnað um notendur milljóna vefþjóna um allan heim. Það voru rannsakendur hjá Google og öryggisfyrirtækinu Codenomicon sem uppgötvuðu gallann. Talið er að rúmur helmingur allra vefþjóna í heiminum notist við þennan öryggisstaðal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert