Ný tegund fuglaflensu í mörgæsum

AFP

 Ný tegund af fuglaflensu hefur verið greind í Adelie mörgæsum á suðurskautinu en svo virðist sem þær hafi ekki veikst þrátt fyrir sýkingu.

Veiran er ólík öðrum tegundum fuglaflensu segir í grein sem birt er í bandaríska vísindaritinu mBio sem fjallar um örveirufræði.

Aeron Hurt, sem stýrði rannsókninni, segir að þetta veki fleiri spurningar en svör. Fuglaflensuveiran hefur komið sér fyrir á suðurskautinu og er þetta í fyrsta skipti sem slík veira er greind í mörgæsum þrátt fyrir að mótefni gegn inflúensu hafi fundist áður í blóði mörgæsa. Ekki er vitað hvernig flensan barst til suðurskautsins.  

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert