Google bannar klám

Mynd/AFP

Frá og með þessari viku mun leitarvélin Google banna allar klámauglýsingar á síðunni sinni. Tilkynnt var um þessar breytingar í mars á þessu ári, en þær eru nú komnar til framkvæmda. 

Öllum miðlum sem hafa að geyma klámfengt efni var gert viðvart um þessar breytingar aftur nú í júní og þeir beðnir um að aðgreina klámfengt efni frá löglegu, erótísku efni sem enn má auglýsa. 

Margir spá því að þessar fréttir muni reynast klámiðnaðinum erfiðar. Samkvæmt frétt CNBC voru í síðasta mánuði framkvæmdar meira en 351 milljón leitir að orðunum „porn,“ „sex,“ „free porn,“ og „porno.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert