Apple pantar 70-80 milljónir síma

iPhone-hulstur
iPhone-hulstur AFP

Eplaaðdáendur mega búast við að skjárinn á nýjasta iPhone snjallsímanum verði stærri en áður hefur verið. Apple hefur lagt inn pantanir til framleiðenda til undirbúnings því að setja nýtt módel af iPhone í sölu.

Undanfarin ár hefur Applea kynnt nýjan iPhone í september, og eru tæknispekúlantar því farnir að bíða komu nýja símans.

Stærri skjár er talinn vera svar Apple við stærð skjáa Samsung síma, sem eru með nokkuð stærri skjá en iPhone.

Framleiðendur fyrirtækisins hafa verið beðnir um að framleiða á bilinu 70 til 80 milljónir snjallsíma fyrir lok desember, samkvæmt frétt Telegraph.

Heimildir herma að framleiddar verði tvær útgáfur af nýja iPhone, sem fær að öllum líkindum nafnið iPhone 6. Önnur útgáfan verður með 4,7 tommu skjá, en hin með 5,5 tommu skjá.

Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í fyrra að fyrirtækið hafi mikið horft í hvernig hin fullkomna skjástærð væri. Þá sagði hann fyrirtækið hafa rambað á rétta stærð með iPhone 5.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert