Höfða mál gegn Beats by Dre

Heyrnatól af gerðinni Beats
Heyrnatól af gerðinni Beats Mynd/AFP

Hljómtækjaframleiðandinn Bose hefur stefnt fyrirtækinu Beats by Dre fyrir að hugverkaréttarbrot. Telja þeir að fyrirtækið hafi stolið hljóðdeyfitækninni sem Bose sé með einkaleyfi á. Benda forsvarsmenn Bose á fimm einkaleyfi sér til stuðnings sem öll voru skráði í Massachusetts í Bandaríkjunum, þar sem Bose er með höfuðstöðvar. 

„Til þess að verja fjárfestingar okkar verðum við að taka þessi skref og vernda rétt okkar,“ sögðu lögfræðingar Bose við þingfestingu málsins. 

Það vekur athygli margra að það er fyrst nú sem Bose höfðar þetta mál. Halda margir að það sé vegna þess að Apple keypti fyrirtækið Beats nýverið, og því sé meira út úr slíkri stefnu að hafa heldur en áður, þar sem greiðslugetan sé meiri. 

Sjá frétt The Register.co.uk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert