Google með ómannaðar flugvélar

Þetta er ómannaða flygildið sem Google er að þróa.
Þetta er ómannaða flygildið sem Google er að þróa.

Google vinnur að því að þróa ómannaðar flugvélar sem geta flutt pakka milli staða. Tilraunaflug sem fram fór í Queensland í Ástralíu í síðasta mánuði tókst vel.

Um er að ræða litlar flugvélar eða flygildi sem stjórnað er af jörðu niðri. Vængbreidd er um 150 cm og mótorar eru fjórir. Google hefur unnið að þróun tækisins í rúmlega eitt ár. Í síðasta mánuði var flygildið látið flytja hundamat, bóluefni fyrir búfé og sælgæti til tveggja bænda í Queensland. Flygildið lét vel af stjórn og skilaði því sem til var ætlast af því.

Vegalendir eru miklar í Ástralíu og talið er að flygildið getið komið að góðum notum þar í landi, ekki síst fyrir bændur sem þurfa að fá sendingar eins og lyf eða varahluti með skömmum fyrirvara.

Flygildið getur einnig haft þýðingu í sambandi við umhverfisvernd, en mun umhverfisvænna er að flytja pakka með flugi heldur en aka þeim langa leið á farartæki sem brennir jarðefnaeldsneyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert