Fá að selja iPhone 6 í Kína

iPhone 6 og iPhone 6 Plus
iPhone 6 og iPhone 6 Plus AFP

Apple hefur nú loksins fengið leyfi ríkisstjórninni í Kína til að selja iPhone 6 og iPhone 6 Plus þar í landi.

Sala á símunum hefst hinn 17. október nk., tæpum mánuði eftir að hann fór í sölu hér á landi og víða annars staðar í heiminum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kínverjar setja snjallsímana frá Apple töluvert seinna á markað en önnur lönd og hafa einhverjir brugðist við með því að kaupa símana í öðrum löndum og selja í Kína.

Helstu keppinautar Apple í Kína eru Samsung og Xiaomi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert