Lítið happ fyrir notendur Snapchat

Snapchat
Snapchat AFP

Gríðarstór gagnagrunnur með myndum og myndböndum notenda samfélagsmiðilsins Snapchat er lekur. Tölvuþrjótar hafa komist yfir gögn sem notendur appsins töldu að hvergi væri að finna og að þau hefðu aðeins verið til í örfáar sekúndur. Gögnunum er dreift á netinu.

Notendur Snapchat geta tekið myndir eða myndbönd og stillt það hversu lengi þau eru aðgengileg þeim sem sent er. En þrátt fyrir að viðkomandi sjái ekki gögnin lengur er ekki þar með sagt að þeim hafi verið eytt. Í verstu afkimum netsins, 4chan, er þetta kallað „The Snappening“ og er myndum notenda Snapchat þar dreift.

Þar kemur fram að í vinnslu sé gagnagrunnur með þeim möguleika að fletta uppi tilteknu fólki og sjá hvaða myndum og myndböndum það hefur dreift. 

Talið er að tölvuþrjótar hafi komist yfir gögnin með því að hakka sig inn á vefþjón Snapsave sem bauð notendum Snapchat að vista það sem þeir sendu. Það gæti verið að koma í bakið á þeim.

Meðal þess sem kemur fram á 4chan er að mikill fjöldi gagnanna sýni börn á kynferðislegan hátt, en um helmingur notenda Snapchat er á aldrinum 13 til 17 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert