Náði tilætluðum árangri

Jafnvel þótt Philae hafi sofnað svefninum langa og vakni ekki …
Jafnvel þótt Philae hafi sofnað svefninum langa og vakni ekki á ný, þá hefur ævintýraleg för farsins skilað sögulegum árangri. AFP

Könnunar- og lendingarfarið Philae sendi gögn frá borunartilraun áður en það „lagðist í dvala“. Tilraunin var ein sú mikilvægasta sem farinu var ætlað að framkvæma, en hún gekk út á að bora undir yfirborð halastjörnunnar 67P, ná í sýni og senda gögnin til jarðar.

„Við fengum allt,“ segir vísindamaðurinn Jean-Pierre Bibring í samtali við AFP, en í gær ríkti mikil óvissa um hvort gögnin sem Philae hafði safnað næðu að berast evrópsku geimvísindastofnuninni áður en farið yrði orkulaust.

Vonir standa til að greining á sýnunum sem Philae safnaði færi vísindin nær því að útskýra uppruna sólkerfisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert