Fæddist eftir 23 vikna meðgöngu

Mynd/Wikipedia

Kona í suðvesturhluta Kína fæddi í vikunni stúlku eftir aðeins 23 vikna meðgöngu. Var stúlkan um 27 cm að lengd, og virðist að öllu leyti heilbrigð. 

Konan veiktist á meðgöngunni og þurftu læknar að framkvæma uppskurð á leghálsi hennar. Við það fór fæðingin af stað, en henni var tjáð að litlar sem engar líkur væru á því að barnið myndi lifa fæðinguna af. Annað kom á daginn, og lifir stúlkan enn. Virðist hún heilbrigð að öllu leyti fyrir utan þau vandræði sem fylgja því að æðar hennar eru svo litlar og ófullþroskaðar, að erfitt getur reynst að láta hana nærast. 

Hefur stúlkan fengið viðurnefnið chopstick girl eða matarprjónastúlkan, vegna smæðar sinnar. 

Sjá frétt Fox News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert