Líffæri ungbarns björguðu lífi tveggja

AFP

Læknar í Bretlandi hafa framkvæmd fyrstu líffæraígræðlu í ungbarn þar í landi. Líffæragjafinn var stúlka sem var tekin með keisaraskurði á bráðamóttöku á Hammersmith-sjúkrahúsinu í vesturhluta London. Stúlkan hafði orðið fyrir súrefnisskorti á meðgöngu og hún lést sex dögum eftir fæðinguna. 

Í frétt Sky-fréttastofunnar um málið segir að þegar foreldrar hennar fengu að vita að stúlkan myndi ekki lifa af ákváðu þeir að gefa frumur úr lifur hennar og nýrum til að bjarga lífi tveggja annarra barna.

Fjallað var um málið í grein í tímaritinu Archives of Diseases in Childhood. Höfundarnir segja að þeir voni að í kjölfar þessara aðgerða muni fylgja líffæraígræðsla heillra líffæra í ungbörn.

„Þetta mál markar tímamót í umönnun ungbarna í Bretlandi,“ skrifa höfundarnir. Þeir segjast vonast til þess að yfirmenn ungbarnadeilda á sjúkrahúsum í Bretlandi fari nú meðvitað að hugsa um göfugan tilgang líffæragjafa sem bæði getur auðveldað hinum syrgjandi foreldrum lífið og geti bjargað lífi annarra barna. 

Reglur í Bretlandi torvelda líffæragjöf ungbarna. Samkvæmt þeim má ekki úrskurða ungbörn heiladauð áður en þau ná tveggja mánaða aldri. Það þýðir að bresk ungbörn, sem þurfa á líffæragjöf að halda, þurfa að reiða sig á líffæri úr börnum frá öðrum löndum.

Samband barnalækna í Bretlandi íhugar nú að breyta reglunum.

mbl.is
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Inntökupróf
Palacký University in Olomouc í Tékklandi heldur inntökupróf í tannlækningum og ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...