Vígahnöttur yfir höfuðborginni

Eins og sjá má myndi gígurinn sem halastjarnan myndaði ná …
Eins og sjá má myndi gígurinn sem halastjarnan myndaði ná alla leið upp í Hvalfjörð og töluvert langt út á Reykjanesskaga. Stjörnufræðivefurinn

Brennheitur sextíu kílómetra breiður vígahnöttur myndi lýsa upp himininn í fáeinar sekúndur ef halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko rækist á höfuðborgarsvæðið. Gígurinn sem yrði til við hamfarirnar yrði 46 kílómetra breiður og tæplega kílómetra djúpur. Slíkir árekstrar eiga sér þó sem betur fer aðeins stað á um 20 milljón ára fresti.

Fjallað er um hvað myndi gerast ef halastjarnan sem evrópsku geimförin Rosetta og Philae hafa rannsakað undanfarna mánuði rækist á höfuðborgarsvæðinu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Strax skal þó tekið fram að slíkur árekstur er langt því frá fyrirséður.

Fyrir utan gíginn sem myndaðist þá skæki jarðskjálfti upp á 9 að stærð landið. Við áreksturinn losnaði álíka mikil orka og jörðin fær frá sólinni á hverjum degi. Slíkur árekstur við jörðina verður hins vegar aðeins einu sinni á tuttugu milljón ára fresti að meðaltali.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert