Hvernig verður áldós til?

Skjáskot úr myndbandinu.

Áldósir eru á einn eða annan hátt hluti af daglegu lífi margra, ef ekki flestra Íslendinga. Hvort sem dósin inniheldur sykraðan gosdrykk, ropvatn með sítrónubragði eða fagurgylltan bjór, þá velta fæstir fyrir sér hvernig þetta sérstaka ílát verður til. Flestir leiða vonandi hugann að því að endurvinna dósina, en hvers vegna er áldós eins og hún er?

Eins og sjá má í þessu myndbandi er heilmikil hugsun og vinna á bak við hönnun áldósarinnar, sem hefur tekið breytingum frá því hún leit fyrst dagsins ljós á sjöunda áratugnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert