Kæfisvefn hefur áhrif á minnistap

mbl.is/AFP

Fólk sem á í erfiðleikum með andardrátt á meðan það sefur er líklegra en annað fólk til að glíma við minnistap síðar á lífsleiðinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í vísindaritinu Neurology.

Bandarískir vísindamenn skoðuðu gögn um 2.400 einstaklinga sem allir voru eldri en 55 ára. Niðurstaðan var sú að þeir sem hefðu glímt við öndunarerfiðleika í svefni, kæfisvefn, voru líklegri en aðrir til að finna fyrir minnistapi áratug síðar. Frekari rannsóknir verða gerðar til að skoða tengslin þarna á milli, segir í frétt BBC um rannsóknina. Hins vegar er dregin sú ályktun í rannsókninni að með þessu sé enn og aftur sýnt fram tengsl milli svefnleysis og sjúkdóma.

Kæfisvefn verður þegar slaknar á vöðvum í hálsinum og öndun verður erfið. Þeir sem þjást af honum hrjóta oft hátt og vakna nokkrum sinnum á hverri nóttu.

Vísindamennirnir segjast óttast að í einhverjum tilvikum hafi þetta áhrif á mikilvæg líffæri, svo sem heilann, þar sem ekki nægt súrefni kemst til hans.

Sjá ítarlega frétt um málið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert