Japanir stefna á tunglið

Þessi mynd af tunglinu var tekin í Ísrael 5. mars …
Þessi mynd af tunglinu var tekin í Ísrael 5. mars sl. AFP

Stjórnvöld í Japan hyggjast senda ómannað geimfar til tunglsins innan fárra ára, en það yrði áfangi í viðleitni þeirra til að lenda á mars. Japanska geimrannsóknarstofnunin, JAXA, kynnti áætlanirnar fyrir ráðherrum í morgun.

Ef Japanir ná markmiði sínu verða þeir fjórða þjóðin til að senda ómannað geimfar til tunglsins, á eftir Rússlandi, Bandaríkjunum og Kína.

AFP hefur eftir talsmanni JAXA að kynning verkefnisins sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum, og að margt þurfi að gerast áður en það hlýtur formlegt samþykki.

Samkvæmt kvöldútgáfu Yomiuri Shimbun gæti tunglferðin jafnvel átt sér stað 2018, en áætlað er að þróunarkostnaður verkefnisins muni nema allt að 126 milljónum Bandaríkjadala. Rannsóknarfarið, sem ber heitið SLIM (Smart Lander for Investigating Moon), verður flutt til tungslins um borð í Epsilon geimflaug, að því er fram kemur í blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert