Fundu fisk með heitu blóði

Fiskurinn kallast opah.
Fiskurinn kallast opah.

Vísindamenn við bandarísku hafrannsóknastofnunina, NOAA, hafa fundið fisk með heitu blóði, einu fisktegundina með þennan eiginleika. Hún nefnist á ensku opah en guðlax á íslensku.

Blóðrásin er mjög svipuð og í spendýrum og fuglum. Opah dreifir heitu blóðinu um líkamann, meðal annars með því að veifa stöðugt uggunum. Fiskurinn getur, ólíkt öðrum fiskum, notað eyruggana til að hreyfa sig í vatninu og þeir eru verndaðir fyrir kulda með þykku fitulagi.

Átta mánaða rannsóknir sýndu að líkamshiti opah var ávallt fimm stigum hærri en í vatninu sem hann dvaldist í.

Frétt NOAA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka