Bardagi milli tveggja risavélmenna

Mk II vélmennið frá Megabots.
Mk II vélmennið frá Megabots. Mynd/skjáskot af youtube.com

Bardagi aldarinnar er í uppsiglingu, en bandaríska vélmennafyrirtækið Megabots inc hefur skorað japanska samkeppnisaðila sinn, Suidobashi heavy industries, á hólm þar sem vélmenni fyrirtækjanna myndu berjast á móti hvor öðrum. Samþykki Japanirnir áskorunina mun bardagi vélmennanna fara fram eftir um eitt ár.

Suidobashi hannaði Kuratas vélmennið, en um er að ræða um 4,5 tonna risa vélmenni sem stýrt er af einum manni og er með innbyggðum þróuðum miðunarbúnaði. Megabots ákvað að koma með samkeppnisaðila fyrir Kuratas og þróaði Mk II vélmennið. Er það tveggja manna, 6 tonna gripur sem búið er að útbúa með stórum byssum. Getur það meðal annars skotið 1,5 kílóa litboltakúlum á yfir 100 mílna hraða á klukkustund, en í myndbandinu sem fylgir þessari frétt má sjá hvernig slíkar kúlur mölbrjóta bílrúður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert