Drónar gætu dreift tölvuveirum

Vélfygli flýgur yfir grænni grundu.
Vélfygli flýgur yfir grænni grundu. AFP

Tölvupóstar sem gengu á milli ítalska njósnavöruframleiðandans Hacking Team og dótturfyrirtæki Boeing, Insitu, leiða í ljós að vélfygli hlaðin tölvuveirum, sem sýkt geta tölvur yfir þráðlaust net með því að fljúga nálægt þeim, gætu brátt orðið raunveruleg.

Viðræðurnar snerust um framleiðslu njósnadróna sem myndi nýta sér sérfræðiþekkingu Boeing, auk þess sem vélfyglið myndi geyma tölvuveirur sem gert hafa hið svokallaða Hacking Team alræmt.

Átti dróninn að geta hlerað tölvusamskipti og ráðist inn í tölvur í miðju flugi með því að brjótast inn í þráðlaus net. Viðræðurnar urðu þó endasleppar eftir að lögfræðingar beggja fyrirtækja gátu ekki sameinast um skilmála trúnaðarsamnings sín á milli.

Vefurinn Hacked greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert