Alvarlegt slys við lyfjaprófun

Frá sjúkrahúsi í Rennes þar sem fólkið liggur
Frá sjúkrahúsi í Rennes þar sem fólkið liggur AFP

Alvarlegt slys varð við lyfjaprófanir í Frakklandi og er einn þátttakenda heiladauður eftir tilraunina og fimm eru á sjúkrahúsi eftir að hafa tekið þátt, segir heilbrigðisráðherra Frakklands Marisol Touraine.

Hún segir að sexmenningarnir hafi tekið þátt í að prófa lyf sem tekið er inn hjá evrópskri rannsóknarstofu í Rennes í norðvesturhluta Frakklands. 

Í fjölmiðlum í Frakklandi hefur komið fram að um verkjalyf með kannabis væri að ræða en heilbrigðisráðuneytið neitar að svo sé. Þær upplýsingar fengu hins vegar fjölmiðlar innan úr fyrirtækinu sem annast rannsóknina, Biotrial, en það er franskt fyrirtæki með 300 starfsmenn.

„Alvarlegt slys átti sér stað,“ segir Touraine. Hún segir að rannsókninni hafi verið hætt og að öllum þátttakendum gert að hætta þátttöku. Um var að ræða rannsókn á fyrsta stigi en þar taka heilbrigðir sjálfboðaliðar þátt með því að taka inn lyfið svo hægt sé að meta hversu öruggt það er, þolgæði og lyfjafræðilega samsetningu sameindarinnar, segir í tilkynningu frá ráðherranum.

Yfirleitt eru lyfjaprófanir á þremur stigum áður en ný lyf eru sett á markað. Á stigi eitt taka aðeins þátt lítill hópur sjálfboðaliða og er þar aðeins horft til öryggis. Á stigi tvö og þrjú eru miklu stærri rannsóknir og prófanir gerðar og þrátt fyrir að þar sé líka verið að skoða virkni lyfjanna þá er einkum og sér í lagi verið að rannsaka hvort lyfin eru örugg. 

Saksóknari í París hefur hafið rannsókn á atvikinu og segist ráðherrann bíða eftir niðurstöðu hennar þannig að upplýst verði um hvað hafi í raun og veru gerst.

TF1

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert