Borðtennis með vatnsbolta

Bandaríski geimfarinn Scott Kelly leikur listir sínar með vatnskúlu í …
Bandaríski geimfarinn Scott Kelly leikur listir sínar með vatnskúlu í geimnum. Skjáskot úr myndbandinu

Geimfararnir um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu gera ýmsar tilraunir til framþróunar vísindanna. Sum tólin um borð eru skemmtilegri en önnur en með spöðum úr vatnfælnu efni er meðal annars hægt að spila borðtennis með vatni sem svífur um í þyngdarleysinu.

Scott Kelly, stjórnandi geimstöðvarinnar, leikur listir sínar með spaðana í myndbandi sem hann birti á Twitter-síðu sinni. Þar sem efnið í spöðunum hrindir frá sér vatni og vatnið myndar kúlu í nær þyngdarleysinu um borð í geimstöðinni liggur beinast við að nota þá í borðtennis með vatnskúluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert