Sólarvörn skaðar sæði

Sæðisfrumurnar eru ekki hrifnar af sólarvörn.
Sæðisfrumurnar eru ekki hrifnar af sólarvörn. Af Youtube

Dregið hefur úr frjósemi í heiminum síðustu fimmtíu ár og nú er talið að efni sem finnast í vörum sem notaðar eru reglulega gæti verið um að kenna. Ein þessara vara er sólarvörn.

Vísindamenn við Háskólann í Kaupmannahöfn segir að efni sem oft eru notuð í sólarvörn til að draga í sig útfjólubláa geisla, gæti verið að hafa áhrif á frjósemi karlmenna. Efnin eru talin koma í veg fyrir að sæðisfrumur uppfylli hlutverk sitt.

„Á heimsvísu sést að gæði sæðis eru yfir höfuð ekki góð,“ hefur CNN eftir einum vísindamannanna, Niels Skakkebæk. Enn er ekki búið að gefa endanlegar niðurstöður rannsóknarinnar út. 
Vísindamennirnir rannsökuðu 29 af 31 síur sem notaðar eru í vörur í Bandaríkjunum og Evrópu. Síurnar draga úr hættu á skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla sólar. Áhrif þessara efna á sæði voru svo rannsökuð. Í um helmingi tilfella var niðurstaðan sú að efnin kæmu í veg fyrir að sæðisfrumurnar störfuðu rétt.
„Þetta er áhyggjuefni og gæti útskýrt að hluta minnkandi frjósemi,“ segir Skakkebæk. Hann segir að þegar fólk beri á sig sólarvörn geti efni úr vörninni blandast blóðrásinni. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert