Tíu ára hakkaði sig inn í Instagram

Instagram.
Instagram. AFP

Tíu ára finnskur drengur að nafni Jani hefur fengið um 1,2 milljónir króna fyrir að hafa náð að hakka sig inn í samfélagsmiðilinn vinsæla Instagram.

Drengurinn, sem má reyndar ekki  skrá sig á Instagram fyrr en eftir þrjú ár, kom auga á öryggisvillu sem varð til þess að hann gat eytt ummælum frá öðrum notendum, að því er BBC greindi frá.

Að sögn Facebook, eiganda Instagram, var villan leiðrétt með skjótum hætti eftir að hún uppgötvaðist.

Skömmu síðar fékk Jani greitt fyrir að koma auga á villuna. Þar með er hann sá yngsti sem hefur verið verðlaunaður fyrir slíkt.  

Eftir að hann kom auga á villuna í febrúar, sendi hann tölvupóst til Facebook. Starfsmenn fyrirtækisins fengu Jani til að sýna fram á villuna, sem hann og gerði.

Drengurinn, sem er frá Helsinki, sagði við finnska dagblaðið Iltalehti, að hann ætlaði að nota peninginn til að kaupa sér nýtt hjól, fótboltadót og tölvur fyrir bræður sína.

Facebook hefur frá árinu 2011 greitt um 520 milljónir króna þeir þeirra sem hafa fundið öryggisvillur hjá fyrirtækinu.

Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ljósmynd/Oleksiy Mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert