Eitt af hverjum fimm pörum óánægt

AFP

Næstum eitt af hverjum fimm pörum í Bretlandi rífst reglulega eða íhugar að slíta sambandinu, samkvæmt nýrri könnun sem góðgerðafélagið Relate hefur gert.

Könnunin byggir á svörum 20.980 manns sem voru í sambandi á árunum 2013 til 2015.

Dr. David Marjoribanks hjá Relate segir að stanslaus rifrildi foreldra í samböndum gætu haft mikil áhrif á börn. Þau séu líklegri til þess að standa sig verr í skóla og eiga jafnvel á hættu að leiðast út í glæpi.

Samkvæmt könnuninni eru um 2,87 milljónir Breta í óhamingjusömum samböndum. 

„Börn sem alast upp með foreldrum sem eru í stormasömum samböndum eru mun líklegri til að glíma við sálræn og líkamleg vandamál, standa sig ekki eins vel í skóla og sýna andfélagslega hegðun eða leiðast jafnvel út í glæpi,“ segir hann. Um sé að ræða mikið áhyggjuefni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert