Tæknin verði ekki til bölvunar

AFP

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, hvetur íslensk stjórnvöld til að bregðast nú þegar við svo tæknin verði til blessunar en ekki bölvunar. Málsmetandi menn hafi varað við því að geta gervigreindartækninnar muni eflast svo mjög á næstu áratugum að mannkyninu gæti jafnvel stafað að því ógn.

Þetta skrifar Hrafnkell í ársskýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2015. 

Einstaklingar og þjóðfélög reiða sig í æ ríkari mæli á …
Einstaklingar og þjóðfélög reiða sig í æ ríkari mæli á þessa nýju tækni og verða í raun háð tækninni að vissu leyti að sögn Hrafnkels. AFP

Í lokaorðum skýrslunnar vekur Hrafnkell athygli á því að á næstu árum sé fyrirséð að fjarskiptatækni og -þjónusta muni í æ ríkari mæli lúta lögmálum og tækni netsins og að lokum muni samruni þess og hefðbundinna fjarskipta verða alger. Ekki verði í raun hægt að gera greinarmun á þjónustu internetsins og þeirri þjónustu sem við í dag köllum fjarskiptaþjónustu, s.s. talsímaþjónustu og SMS.

„Með snjallvæðingu þjóðfélaga þar sem nettengd tæki sinna ýmsum daglegum störfum, mun internetið ná mjög „nálægt“ einstaklingnum. Einstaklingar og þjóðfélög reiða sig í æ ríkari mæli á þessa nýju tækni og verða í raun háð tækninni að vissu leyti. Tæknin mun leysa tilteknar þarfir sem í dag er annars vegar sinnt af mannshöndinni og hins vegar mun tæknin skapa ný tækifæri með þjónustu sem byggir á samspili háhraðaneta, skýjaþjónustu, öflugs endabúnaðar og gervigreindar,“ skrifar Hrafnkell.

Ekki verður í raun hægt að gera greinarmun á þjónustu …
Ekki verður í raun hægt að gera greinarmun á þjónustu netsins og þeirri þjónustu sem við í dag köllum fjarskiptaþjónustu, s.s. talsímaþjónustu og SMS. AFP

„Málsmetandi menn eins og Bill Gates og Stephen Hawking hafa varað við því að geta gervigreindartækninnar muni eflast svo mjög á næstu áratugum að mannkyninu gæti jafnvel stafað að því ógn. Með háraðanetum og snjallvæðingu mun þessi tækni verða allt í kringum okkur í daglegu lífi; á heimilinu, vinnustaðnum og á förnum vegi. Við þessari fyrirséðu þróun þurfa stjórnvöld nú þegar að bregðast þannig að tæknin verði til blessunar en ekki bölvunar,“ skrifar hann enn fremur.

Þá segir hann, að auk þess að huga að rekstraröryggi og netöryggi (e. cyber security) fjarskiptaneta, uppbyggingu fjarskiptaneta, endurskoðun persónuverndar og endurskoðun þjónustuframboðs og við­ skiptamódela fjarskiptafélaga, þá þurfi að huga að samfélagslegum og siðferðilegum þáttum sem leiða af tækniþróuninni.

Í raun er þessi þróun hafin að hluta til með …
Í raun er þessi þróun hafin að hluta til með innreið samfélagsmiðla og ýmissa einfaldra snjalltækja. AFP

„Í raun er þessi þróun hafin að hluta til með innreið samfélagsmiðla og ýmissa einfaldra snjalltækja, en gera má ráð fyrir að þetta sé einungis forsmekkurinn af því sem koma skal. Margt bendir til þess að snjalltæknin muni nýtast vel í stýringu ýmissa umhverfisþátta, í heilbrigðiskerfinu, í menntakerfinu og í samgöngum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir hann.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.

Hann bendir á í lok greinarinnar, að það sé ljóst að við lifum á spennandi tímum og tímarnir framunda séu enn meira spennandi. „Snúum bökum saman og nýtum tæknina til framfara og virkjum hana þjóðfélaginu til góðs.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert