Greindu þyngdarbylgjur í annað sinn

Mælibúnaður LIGO.
Mælibúnaður LIGO. AFP

LIGO-rannsóknastofnunin tilkynnti í gær að hún hefði greint þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola, fyrir meira en einum milljarði ára, í annað sinn.

Spáð var fyr­ir um til­veru og áhrif þyngd­arafls­bylgj­anna sem teygja tíma og rúm í afstæðiskenningu Ein­steins en tækn­in til þess að mæla áhrif þeirra hef­ur aðeins ný­lega verið þróuð. Mæl­ing­arn­ar fylgja nær al­veg út­reikn­ing­um Ein­stein.

Er uppgötvunin talin hafa mikla þýðingu fyrir rannsóknir á upphafi alheimsins og staðallíkan eðlisfræðinnar.

LIGO-nemarnir í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum námu þyngdarbylgjurnar á annan í jólum í fyrra. Bylgjurnar komu frá tveimur svartholum, öðru sem er fjórtán sinnum massameira en sólin en hitt er átta sinnum massameira. Bylgjurnar runnu saman í eitt svartholt sem er 21 sinnum massameira en sólin. Gerðist það fyrir 1,4 milljörðum ára, að sögn vísindamanna.

Síðustu sekúnduna fyrir samrunann snerust svartholin 55 sinnum um hvort um annað.

Við samrunann losnaði jafnmikil orka og er í allri sólinni okkar, að því er segir í frétt The Guardian.

John Veitch, stjarneðlisfræðingur í LIGO-teyminu, segir að uppgötvunin staðfesti að til séu fjölmörg svarthol sem enn eigi eftir að finna.

Rann­sókna­stofn­un­in til­kynnti í febrúar að hún hefði greint þyngd­arafls­bylgj­ur frá samruna tveggja svart­hola í fyrsta sinn. 

LIGO-rannsóknastofnunin, Laser Interferometer Gravitat­ional Wave Observatory, var sett á stofn árið 1992 í þeim tilgangi að reyna að greina þyngdaraflsbylgjur. Greiningarstöðvar hennar eru í Washington-ríki og Louisiana.

Hvað eru þyngdarbylgjur?

Frétt mbl.is: Þyngdaraflsbylgjur greindar í fyrsta sinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert