Fundu helíum í Tansaníu

Helíum er meðal annars notað í gasblöðrur.
Helíum er meðal annars notað í gasblöðrur.

Vísindamenn við háskólana í Durham og Oxford hafa fundið stóra helíumgaslind í Tansaníu. Í ljósi þess að heimsbirgðir fara nú þverrandi telja þeir að uppgötvunin geti breytt heilmiklu.

Helíum er meðal annars notað í segulómunartækjum, þ.e. sérstökum MRI-skönnum, á spítölum, í geimförum, sjónaukum og geislunarvökturum, svo eitthvað sé nefnt.

Helíum er náttúruleg gastegund en þrátt fyrir að vera til í ríkum mæli hefur vísindamönnum þótt erfitt að nálgast það. Hingað til hefur það verið unnið úr jarðgasi og aðeins fundist í litlu magni á einstökum svæðum, svo sem í Rússlandi.

Vísindamennirnir fundu hins vegar nýlega mikið magn af helíum í Tansaníu, en þeir telja að magnið sé það mikið að hægt sé að nota það í yfir eina milljón MRI-skanna.

Þeir útiloka ekki að fleiri slíkar lindir finnist í fyrirsjáanlegri framtíð. Mikill helíumskortur hefur verið í heiminum undanfarin ár.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert