Víðerni á hverfandi hveli

Torfajökulseldstöðin þykir einstök bæði á landsvísu og heimsvísu. Þar er …
Torfajökulseldstöðin þykir einstök bæði á landsvísu og heimsvísu. Þar er stærsta líparítsvæði landsins og innan öskjunnar er einnig stærsta háhitasvæðið. mbl.is/RAX

Tíundi hluti víðernis í heiminum hefur horfið á síðustu tveimur áratugum, að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Rannsakendur segja nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að vernda óspillta náttúru.

Toos van Noordwijk, framkvæmdastjóri Earthwatch Institute í Evrópu, segir að rannsóknin sýni fram á þróun sem snerti okkur öll. „Í Evrópu misstum við nánast allar óbyggðir löngu fyrir 1990,“ segir Noordwijk, en rannsóknin nær aftur til 1990.

Hún segir að það sé ekki nóg með það því líffræðilegur fjölbreytileiki sé á hverfandi hveli í álfunni. Að sögn Noordwijk berum við öll ábyrgð á því sem veldur því að víðerni heimsins er að hverfa: Óhófleg landnýting, einkum og sér í lagi í landbúnaði. Góðu fréttirnar séu hins vegar þær að tækifærin séu fleiri til þess að grípa til aðgerða í að vernda óbyggðir og svæði þar sem líffræðileg fjölbreytni ríkir.

Viðvörunarbjöllurnar eru háværastar í hluta Suður-Ameríku og Afríku, samkvæmt frétt BBC.

Þessa mynd tók Ragnar Axelsson á flugi sínu yfir Þjórsárósa.
Þessa mynd tók Ragnar Axelsson á flugi sínu yfir Þjórsárósa. mbl.is/Rax
Víti við Öskju.
Víti við Öskju. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert