Misheppnuð lending á Mars

Tölvugerð mynd frá Evrópsku geimvísindastofnuninni sem sýna á þegar lendingarfarið …
Tölvugerð mynd frá Evrópsku geimvísindastofnuninni sem sýna á þegar lendingarfarið losnar frá móðurskipinu við Mars. AFP

Lending evrópska lendingarfarsins Schiaparelli á Mars misheppnaðist. Allt bendir til þess að fallhlíf sem aðstoða átti farið við lendinguna hafi sleppt því of snemma. Þá er ekki talið að kveikt hafi verið nógu lengi á eldflaugum sem farið átti að nota til að stöðvast rétt yfir yfirborði Mars. Farið var í sjö mánuði að komast að reikistjörnunni.

Evrópska geimstofnunin (ESA) hefur enn ekki staðfest að farið hafi brotlent en ljóst er að ýmislegt bendir til að það hafi gerst.

Í frétt BBC um málið segir að sérfræðingar muni nú halda áfram að greina gögn frá geimförinni og reyna að hafa samband við Schiaparelli í þeirri veiku von að það hafi lent í heilu lagi á yfirborði rauðu plánetunnar.

Þá ætla Bandaríkjamenn að nota einn gervihnatta sinna til að mynda lendingarstaðinn. Ekki er talið líklegt að slíkt skili árangri.

Í augnablikinu hefur ESA ekkert að byggja á annað en verkfræðileg gögn sem Schiaparelli sendi til móðurskips síns, Trace Gas Orbiter. Samkvæmt þeim gögnum leit allt vel út er farið fór inn í andrúmsloft Mars. Hitavari farsins virtist vera að gegna hlutverki sínu og fallhlífin opnaðist.

En svo fór að bera á afbrigðilegri hegðun, eins og það er orðað í frétt BBC. Aðeins var kveikt á eldflaugunum í þrjár sekúndur en ekki þrjátíu og fallhlífin virðist hafa losnað frá farinu of snemma.

Svo hætti farið að senda frá sér upplýsingar sem gæti bent til brotlendingar. ESA er þó ekki tilbúin að útiloka að farið hafi lent heilu og höldnu.

Schipar­elli var aðeins ætlað að end­ast í nokkra daga á yf­ir­borði Mars en það er til­raun­f­ar sem á að prófa tækn­ina sem þarf til að lenda stærri geim­förum á rauðu reiki­stjörn­unni. Geim­farið er hluti af ExoM­ars-leiðangri ESA en til stend­ur að senda stærri könn­un­ar­jeppa til Mars árið 2020, að því er kem­ur fram í frétt á Stjörnu­fræðivefn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert