Upplifa gúmmíhöndina sem sína eigin

Wikipedia

Tilraunir með gervilim hafa afhjúpað hvernig heilinn ruglast við svokallaða „gúmmíhandar sjónhverfingu.“ Ítalskir vísindamenn framkvæmdu brelluna á hóp sjálfboðaliða til að komast að því hvernig hugurinn leggur mat á upplýsingar úr umhverfinu til að skapa líkamsvitund.

Bragðið felst í því að gúmmíhönd er lögð við hlið raunverulegrar handar en vegna þess hvernig hugurinn virkar upplifir eigandi hinnar raunverulegu handar að gúmmíhöndin sé einnig hans. Á sama tíma upplifir viðkomandi að raunverulega höndin sé ekki sín.

Vísindamennirnir ákváðu að rannsaka fyrirbærið þegar þeir urðu þess varir að fólk sem hefur fengið heilablóðfall upplifir svipaða tilfinningu, þ.e. að lamaður útlimur sé ekki þeirra, eða að útlimir annarra eigi með réttu heima á þeirra líkama.

„Þetta er mjög undarleg sannfæring,“ segir Francesca Garbarini við Turin-háskóla. „Við vitum að meðvitund um eignarhald líkamans getur breyst verulega eftir heilaskaða.“

Tilraun rannsakendanna var framkvæmd þannig að sjálfboðaliðarnir sátu og hvíldu framhandleggina á borði en hægri höndin var hulin með kassa. Gúmmíhönd var síðan lögð fyrir framan þá, í beinu framhaldi af hægri öxlinni. Klútur lá yfir þeim enda handarinnar sem væri venjulega áfastur öxlinni, en fingurnir sáust. Þá virkjuðu vísindamennirnir áhrifin með því að strjúka löngutöng vinstri handarinnar og gúmmíhandarinnar á sama tíma.

Það sem gerist, og rannsakendurnir gátu staðfest, er að þegar heilinn leggur saman þær upplýsingar sem hann fær sjónrænt og gegnum snertinguna metur hann það svo að gúmmíhöndin sé hluti af líkamanum. Spurðir um tilfinninguna sögðu sjálfboðaliðarnir að svo virtist sem þeirra eigin hönd, hægri höndin í kassanum,  hefði horfið og að gúmmíhöndin væri þeirra eigin.

Nánar má lesa um málið hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert