Nintendo afhjúpar nýja leikjatölvu

Nintendo hefur afhjúpað nýja leikjatölvu sem nefnist Switch. Hægt er að nota hana bæði heima hjá sér og fara með hana út úr húsi.

Með nýju vélinni vonast leikjaframleiðandinn til að bæta fyrir dræmar viðtökur á leikjatölvunni Wii U og keppa í leiðinni við PlayStation 4 frá Sony sem hefur notið mikilla vinsælda.

Á kynningarfundi í Tókýó sögðu fulltrúar Nintento að Switch hefði yfir að ráða „afþreyingar-erfðaefni“ og sæki þannig í smiðju tölvanna 3DS og Wii.

Switch er með færanlegan skjá sem hægt er að nota bæði heima og fara með út, líkt og um spjaldtölvu sé að ræða. Fjarstýringarnar eru þráðlausar og notaðar líkt og í Wii-leikjatölvunni.

Átta leikir verða fáanlegir þegar nýja leikjatölvan kemur á markað í mars. Um 80 leikir til viðbótar eru í undirbúningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert