Stálu lykilorðum þingmanna

Lykilorðum fleiri hundruð stjórnmálamanna og sendiráðunauta Noregs var lekið á netið eftir að hakkarar gerðu árás á samfélagsmiðla og upplýsingar sem geymdar eru í skýjum.

Meðal netþjónustufyrirtækja sem árásirnar ná til eru Dropbox og LinkedIn en alls var milljónum notendanafna og leyniorða stolið, segir í frétt Aftenposten og VG. Í einhverjum tilvikum var fleiri upplýsingum stolið.

Með leit á netinu fundu blaðamenn VG 114 tölvupósta og lykilorð tengd @ stortinget.no. Yfirmaður upplýsingamála hjá norska stórþinginu segir að þeir viti af þessu en Håkon Bergsjø, sem stýrir þjóðaröryggisstofnun Noregs segir að stuldur sem þessi sé ekki nýr af nálinni en í árásum á síður eins og LinkedIn sé verið að selja upplýsingar til einhverra sem nýta sér þær. Því sé mikilvægt að vera með ólík lykilorð á þeim síðum sem viðkomandi nýtir.

Aftenposten

VG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert