Fjórir milljarðar án netsambands

Frá Úganda. Í Afríkuríkjum kostar eitt gígabæti af fyrirframgreiddu gagnamagni …
Frá Úganda. Í Afríkuríkjum kostar eitt gígabæti af fyrirframgreiddu gagnamagni um farsíma að jafnaði 18% af meðaltekjum. AFP

Vesturlandabúum finnst sjálfsagt að komast á netið hvar og hvenær sem er. Í ár verður komið að þeim tímamótum að meirihluti jarðarbúa verður kominn með aðgang að netinu. Fjórir milljarðar eru þó ekki nettengdir. Í þeim hópi eru konur í fátækum ríkjum langfjölmennastar, sér í lagi konur til sveita.

Um þetta er fjallað í Heimsljósi, vefriti um þróunarmál, og er þar vitnað til skýrslu um málið, Affordability Report.

Tryggja átti öllum jarðarbúum netsamband fyrir árið 2020 en að mati skýrsluhöfunda eru íbúar lágtekju- og millitekjuríkja um tuttugu árum á eftir áætlun. Það þýðir að takmarkinu verður ekki náð fyrr en árið 2042.

Dýrt netsamband í Afríku

Í Afríkuríkjum kostar eitt gígabæti af fyrirframgreiddu gagnamagni um farsíma að jafnaði 18% af meðaltekjum. Í Bandaríkjunum og í Evrópu greiða farsímanotendur að meðatali innan við 1% af tekjum sínum fyrir sambærilegt gagnamagn. Af 27 Afríkjuríkjum voru aðeins fimm þar sem eitt gígabæti kostaði innan við 2% af meðallaunum mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert