Magnað flug í gegnum suðurljósin

Þetta er magnað, er það ekki?
Þetta er magnað, er það ekki? Skjáskot/CNN

Yfir 130 farþegar fengu að njóta einstaks augnabliks er flugvél sem þeir voru um borð í flaug í gegnum suðurljósin. Flugið var sérstaklega farið í þeim tilgangi að sjá þessi mögnuðu ljós. Flugferðin tók átta klukkustundir og var farin þann 23. mars. 

Í frétt Live Science segir að um sé að ræða fyrsta flug þessar tegundar á suðurhveli jarðar. Norðurljósaferðir hafa nokkrar verið farnar.

Flugferðin hófst á Nýja-Sjálandi og lauk þar einnig, tæpum átta tímum síðar. Geimfarinn Ian Griffin skipulagði ferðina og var hún auglýst í október á síðasta ári. Aðeins voru seld gluggasæti í vélinni, svo allir hefðu sem best útsýni. Tveir og tveir miðar voru seldir saman og kostaði miðaparið 2.776 dollara eða um 306 þúsund krónur. Miðarnir seldust upp á fimm dögum.

En hvað eru suðurljós?

Þau eru sambærileg norðurljósunum sem við hér á Íslandi þekkjum svo vel. 

Þau myndast við svona aðstæður: Sól­vindur streym­ir úr svo­nefndri kór­ónu­geil á sól­inni. Kór­ónu­geil­ar eru nokk­urs kon­ar göt í kór­ónu sól­ar­inn­ar, hjúpi um millj­ón gráðu heits rafgass sem um­lyk­ur sól­ina, sem hlaðnar agn­ir geta streymt í gegn­um út í geim­inn. Það eru þess­ar agn­ir sem mynda sól­vind­inn sem veld­ur norður- og suður­ljós­um, svo­nefnd­um seg­ul­ljós­um, þegar þær rek­ast á loft­hjúp jarðar. 

Hér að neðan er stutt myndskeið af því sem fyrir augu bar í háloftunum:

mbl.is
Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...