Óútskýrð ljós á himninum fá nafnið Steve

Boginn hefur fengið nafnið Steve, en áður var talaið að ...
Boginn hefur fengið nafnið Steve, en áður var talaið að um róteindaboga væri að ræða. Gasstreymið í Steve mælist á um 6 km/s hraða, en það er um 600 sinnum hraðar en loftið utan straumsins mældist á. Þá er hitastigið í streyminu um 3.000°C heitara en utan hans. Mynd/Geimferðastofnun Evrópu

Geimvísindastofnun Evrópu rannsakaði nýlega sjaldgæfa tegund ljósa sem birtast á næturhimninum og hafa hingað til gengið undir nafninu róteindabogi (proton arc), en um er að ræða gerð norðurljósa sem eru gráleit og jafnvel fjólublá sem mynda boga yfir himininn.

Nýjustu rannsóknir benda til þess að gráleitari hluti þessara róteindaboga sé í raun ekki róteindabogi, heldur sé um mikið gasstreymi að ræða sem hiti loftið um 3.000°C  og skjótist á miklum hraða yfir himininn. Hefur þetta fyrirbæri nú fengið nafnið Steve.

Þegar Eric Donovon, eðlisfræðiprófessor við Háskólann í Calgary í Kanada, skoðaði myndir í Facebook-hóp áhugafólks um norðurljósamyndir tók hann eftir boga sem hann var viss um að væri ekki róteindabogi.

Eftir að Geimvísindastofnun Evrópu hafði staðfest að um áður óskráða tegund norðurljósa væri að ræða ákvað áhugamannahópurinn að nefna fyrirbærið Steve. Ekki er vitað nákvæmlega hver ástæða þess sé, en meðal tilgáta er að nafnið vísi til fjölskyldumyndarinnar Over the Hedge sem kom út árið 2006. Þar var vera sem hinar persónur myndarinnar könnuðust ekki við kölluð Steve. Á spjalli hópsins virðist vera um einhverskonar grín að ræða, en einn meðlimurinn stingur þó upp á því að Steve geti haft vísindalegu skírskotunina „snögg varmaútgeislun vegna hraðaaukningar“ (e. Sudden thermal Emission from Velocity Enhancement).

Við rannsókn Geimvísindastofnun Evrópu kom í ljós að þessi bogi var í 300 kílómetra hæð og var hitastigið í gasstrauminum þar var um 3.000°C heitara en utan hans. Mældist gasstraumurinn 25 kílómetra á breidd og var gasið á 6 km/s hraða, en það er um 600 sinnum hraðar en loftið utan straumsins mældist á.

Sævar Helgi Bragason hjá Stjörnufræðivefnum segir í samtali við mbl.is að róteindabogi sé eitthvað sem sjáist stundum hér á landi. Þá telji hann sig hafa séð þessa nýju tegund sem nú hafi verið rannsökuð. Hann hafi þó hingað til talið að ekki væri um neina nýja uppgötvun að ræða. Segist hann núna greinilega þurfa að vera með augun vel opin á næsta norðurljósatímabili í lok ágúst eða byrjun september.

Hann segir róteindaboga lengi hafa valdið mönnum hausverk og að ekki sé almennilega vitað hvernig hann verði til. Sjálfur hafi hann séð þannig boga hér við land 16. mars á þessu ári og voru þá meðal annars teknar myndir sem birtar voru á stjörnufræðivefnum.

Meira um Steve á Aurorasaurus

mbl.is
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði.
Húsnæði óskast í júlí og ágúst í Hafnarfirði, 3 svefnherbergi. Vinsamlegast ha...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Hæstaréttardómar frá 1920-1966 IB 40 bækur., Úlfljótur 1947-197...
Til leigu íbúð á Norðurbakka Hafnarfirði
Er með til leigu nýja og glæsilega íbúð við Norðurbakka 7C Hafnarfirði. Íbúði...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Stálstólar, íslenskir gæða-stólar, nýtt áklæði - á 15.500 kr. stykkið, lækkað ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...