Líkamsrækt það besta fyrir heilann

mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ef þú ert kominn yfir fimmtugt þá er fátt betra til þess að halda heilastarfseminni gangandi en að stunda líkamsrækt nokkrum sinnum í viku.

Minni og hugsun nær mestum framförum þegar fólk æfir reglulega og er þar átti við áreynslu á hjarta og vöðva, segir í frétt BBC og vísað í samantekt á 39 rannsóknum á þessu sviði. Því er mælt með því að fólk fari að stunda heilsurækt á hvaða aldri sem er. 

Meðal æfinga sem mælt er með er T'ai Chi fyrir fólk sem er komið yfir fimmtugt ef það treystir sér ekki til þess að taka þátt í annarri hreyfingu.

Væntanlega hefur það farið framhjá fáum að ein besta leiðin til þess að draga úr hættu á sykursýki 2 og ákveðnum gerðum krabbameins er að stunda líkamsrækt af einhverju tagi. 

Kenningin á bak við áhrif líkamsræktar á heilastarfsemi er að með hreyfingu eykst blóð- og súrefnisflæði líkamans. Eins eykst vöxtur hormóna sem hjálpa til við myndun nýrra taugafruma. 

Hér er hægt að lesa greinina í heild á BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert