Mun Facebook gefa út snjallsíma?

Umsóknin var gerð í janúar.
Umsóknin var gerð í janúar. AFP

Samfélagsmiðlarisinn Facebook gæti verið að vinna að gerð snjallsíma, miðað við umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi sem gerð var í Bandaríkjunum í janúar.

Er þar óskað eftir einkaleyfi fyrir einhvers konar „rafvélrænt tól“ sem myndi vera búið hátölurum, myndavélum, hljóðnemum og snertiskjám.

„Notandinn getur breytt virkni [tólsins] eftir því hvaða virku einingar eru tengdar við það,“ segir í mjög dularfullum niðurstöðukafla umsóknarinnar.

Í fleiri ár hefur vöngum verið velt yfir því hvort fyrirtækið muni reyna að nýta sér markaðsstöðu sína með því að gefa út eigin snjallsíma. Facebook hefur ítrekað neitað öllum spám í þá veru og neitaði enn fremur að svara fyrirspurn fréttastofu AFP vegna umsóknarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert