Paint mun lifa

Paint fær að lifa áfram.
Paint fær að lifa áfram.

Microsoft hefur ákveðið að halda áfram að bjóða upp á teikniforritið Paint í nýjustu uppfærslu á Windows 10. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hygðist fjarlægja forritið ásamt öðrum forritum. 

Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því það kom fyrst á markað árið 1985. Í frétt BBC segir að forritið muni ekki vera hluti af Wondows 10-pakkanum en að hægt verði að nálgast það ókeypis í Windows Store. Í pakkanum kemur hins vegar í staðinn heldur nútímalegri útgáfa forritsins, Paint 3D. 

„Ef það er eitthvað sem við höfum lært, þá er það að eftir 32 ár er MS Paint með marga aðdáendur,“ skrifaði Microsoft í bloggfærslu eftir að fjöldi fólks lýsti yfir stuðningi sínum við forritið á samfélagsmiðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert