Öfgar í veðri kosta þúsundir mannslífa

AFP

Öfgar í veðurfari geta kostað 152 þúsund Evrópubúa lífið á hverju ári um næstu aldamót ef ekkert verður gert til þess að halda aftur af loftslagsbreytingum að sögn vísindamanna. Rannsókn þeirra er birt í Lancet tímaritinu og nær meðal annars til Íslands. 

Hitabylgjur eiga eftir að kosta sífellt fleiri mannslíf í Evrópu ...
Hitabylgjur eiga eftir að kosta sífellt fleiri mannslíf í Evrópu ef ekkert verður að gert. AFP

Dauðsföllin eru margfalt fleiri en um þessar mundir segir í tímaritinu en samkvæmt greininni verður hægt að rekja 99% dauðfallanna til hitabylgna og verður Suður-Evrópa þar verst úti. Sérfræðingar segja niðurstöðuna mjög mikið áhyggjuefni en einhverjir segja að spáin geti verið ofmetin. 

Flóð í Frakklandi í fyrra.
Flóð í Frakklandi í fyrra. AFP

Ef ekkert verður að gert til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum og til að bæta stefnumörkun í því skyni að draga úr áhrifum öfgum í veðurfari má búast við því að dauðsföllum vegna öfga í veðri muni fjölga úr 3 þúsundum á ári (1981-2010) í 152 þúsund (2071-2100), að því er segir í skýrslunni.  

Frá óveðri á Holtavörðuheiði vorið 2015.
Frá óveðri á Holtavörðuheiði vorið 2015.

Hörmungarnar munu hafa áhrif á líf tveggja af hverjum þremur íbúum Evrópu fyrir árið 21-- en við upphaf þessarar aldar höfðu öfgar í veðri áhrif á líf eins af hverjum 20. Fjöldi þeirra sem deyja í flóðum á eftir að margfaldast á yfirstandandi öld - úr sex fórnarlömbum á ári í 233 undir aldamót.

Frá Spáni í gær.
Frá Spáni í gær. AFP

Samkvæmt skýrslunni verður mest hættan af hitabylgjum, kuldaköstum, skógareldum, þurrkum, flóð í ám og við strendur ríkja Evrópu og hvassviðri. Rannsóknin nær til allra ríkja Evrópusambandsins (28 talsins) sem og Íslands, Noregs og Sviss.

Dóná í Þýskalandi.
Dóná í Þýskalandi. AFP
Vínekrur í Frakklandi í vor.
Vínekrur í Frakklandi í vor. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...