Arftaki Google Pixel kynntur í október

Arftaki Google Pixel verður kynntur 4. október næstkomandi.
Arftaki Google Pixel verður kynntur 4. október næstkomandi. AFP

Tæknisrisinn Google hefur tilkynnt að arftaki Pixel snjallsímans verði kynntur í þann 4. október. Google hóf innreið sína á snjallsímamarkaðinn á síðasta ári með Pixel símanum. Síminn fékk góðar umsagnir en talið er að salan hafi ekki staðist væntingar Google sem upplýsir ekki um sölutölur.

Til að komast að því hversu marga síma Google hefur selt hefur verið stuðst við fjölda niðurhala á forritum sem einungis eru í boði fyrir Google Pixel á Google Play Store en talið er að um ein milljón eintaka hafi selst frá því að síminn kom á markað. Talan gæti þó verið hærri þar sem að ekki er hægt að fá nákvæmar tölur yfir fjölda niðurhala á Play Store. 

Ekki er vitað hvað arftaki Pixel verður kallaður en talið er að síminn verði ryk- og vatnsheldur og að skjár símans verði ávallt í gangi líkt og þekkist á Samsun Galaxy S8 og Note 8 símum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert