Hreyfa sig minna og eru ósjálfstæðari

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is/Golli

Nýsjálensk börn eru lítið fyrir að hreyfa sig og dregið hefur úr sjálfstæði þeirra. Þau halda sig mest heima eftir skóla eða við heimili sín, samkvæmt nýrri rannsókn sem er unnin af vísindamönnum þriggja háskóla, Auckland, Otago og Harvard.

Rannsóknin var gerð meðal krakka á aldrinum 11-13 ára og leiddi hún í ljós að þau eyddu yfir helmingi þess tíma sem þau voru ekki í skólanum á heimilum sínum eða í 500 metra radíus frá heimilinu. Ef þau fór að heiman var það til þess að fara í heimsókn til vina eða í matvöruverslanir og veitingastaði þar sem hægt var að taka matinn með sér heim.

Tim Chambers, sem leiddi rannsóknina The Kids in Space, segir að niðurstaðan styðji við fyrri þróun, að börn í dag séu minna virk og sjálfstæð en fyrri kynslóðir. Þau eru hræddari um öryggi sitt og hreyfa sig minna. 

Krakkarnir eyddu jafnmiklum tíma í matvöruverslunum og skyndibitastöðum og í íþróttir og aðra hreyfingu utandyra, eða 14% af þeim tíma dagsins sem þau voru ekki í skólanum. 

Þriðjungur barna á Nýja-Sjálandi glímir við offitu eða er yfir kjörþyngd. Chamers segir að með tilliti til þess séu þessar niðurstöður áhyggjuefni. Að þau eyði jafnmiklum tíma í að kaupa mat og að leika sér úti. 

Guardian fjallar um rannsóknina 

Hér er hægt að lesa grein um rannsóknina

mbl.is
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...