Hlýjasta fimm ára tímabilið hafið

Gata sem flætt hefur yfir í króatísku borginni Karlovac.
Gata sem flætt hefur yfir í króatísku borginni Karlovac. AFP

Það er næstum öruggt að 2023 til 2027 verður hlýjasta fimm ára tímabilið í heiminum frá upphafi mælinga.

Útblástur gróðurhúsalofttegunda og veðurfyrirbærið El Nino munu færa hitastigið í hæstu hæðir, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Heitustu átta árin sem nokkru sinni hafa verið skráð voru öll frá 2015 til 2022. Árið 2016 var það hlýjasta, en búist er við því að hitastigið eigi eftir að hækka enn meira.

„Það eru 98 prósenta líkur á því að að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum og fimm ára tímabilið í heild verði það hlýjasta til þessa,” sagði Veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna, WMO.

Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 kveður á um að hlýnun jarðar fari ekki tveimur stigum yfir meðalhitastigið sem mældist á árunum 1850 til 1900 og helst ekki einu og hálfu stigi yfir. Hitastigið á síðasta ári var 1,15 stigum yfir meðalhitastiginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert