Eigum að nýta sviðsljósið

Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, og Árni Páll Árnason, Samfylkingu fylgjast með …
Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, og Árni Páll Árnason, Samfylkingu fylgjast með umræðu á Alþingi mbl.is/Ómar

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í dag mikilvægt að fólk fari að undirbúa sig undir að stórt nei komi út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Við það lendir Ísland í alþjóðlegu sviðsljósi sem styrkja mun samningsstöðu landsins. Því sé einnig mikilvægt að gefa skýr skilaboð um það, að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram.

Siv fór yfir þetta í ljósi ummæla fjármálaráðherra og utanríkisráðherra um að ekki sé tilgangur með þjóðaratkvæðagreiðslu þegar tilboð um betri niðurstöðu liggur fyrir.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, steig einnig í ræðustól og sagðist ekki alls kostar ósammála samningstækni Sivjar. Hins vegar hafi hann verið spurður hvort hann teldi að af þjóðaratkvæðagreiðslu yrði ef búið væri að klára málið. Hann hafi svarað því til að hann sæi ekki um hvað ætti að kjósa ef nýr og betri samningur liggur fyrir.

Icesave
Icesave DYLAN MARTINEZ
mbl.is