Sé kæruleysi verðlaunað fyllist allt af kærulausu fólki

Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson. mbl.is/RAX

Hannes Gissurarson, prófessor, segir í grein á vef Wall Street Journal, að Íslendingar hafi með niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær svarað neitandi þeirri spurningu, hvort skattgreiðendur eigi að greiða skuldir ábyrgðarlausra bankamanna og viðskiptavina þeirra. 

Hannes segir, að hávær höfnun íslenskra kjósenda á Icesave-lögunum veiki mjög ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hafi þegar staðið höllum fæti. Það eigi svo eftir að koma í ljós hverjar afleiðingarnar verða en það sé áhugavert, að tónninn í hinum tveimur voldugu nágrannaþjóðir Íslendinga, Bretum og Hollendingum, hafi þegar orðið friðsamlegri eftir niðurstöðuna.

Hannes segir síðan, að ef kæruleysi sé verðlaunað þá fyllist heimurinn af kærulausu fólki. „Hvers vegna ættu ríkisstjórnir að fallast á þau rök að bankar séu of stórir til að falla? Hvers vegna ættu sparifjáreigendur að færa áhættuna, sem þeir taka, yfir á almenning? Í Icesave-málinu ákváðu bresk og hollensk stjórnvöld að losa landa sína úr vandræðum vegna eigin hagsmuna og vildu með því koma í veg fyrir að skelfing gripi um sig innan eigin bankakerfis. Það var þeim frjálst en það var ekki gert til hagsbóta fyrir Ísland eða íslensku bankana og Íslendingar hafa rétt til að efast um, að þeim beri að greiða fyrir ákvarðanir, sem teknar voru í Amsterdam eða Lundúnum," skrifar Hannes. 

Grein Hannesar

mbl.is

Bloggað um fréttina