Tekist á um Icesave í Hollandi

Nout Wellink
Nout Wellink

Seðlabanki Hollands tekur ekki undir allar niðurstöður rannsóknarnefndar sem þingmaðurinn Jan de Wit stýrði um efnahagshrunið þar í landi. Er það einkum í tengslum við Icesave-reikninga Landsbankans þar sem seðlabankastjóri Hollands, Nout Wellink, er ekki sáttur við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar.

Samkvæmt frétt hollenska blaðsins NRC hefur Wellink skrifað fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager, bréf þar sem hann fer yfir þau atriði sem hann er ekki sammála nefndinni.

Ekki lagagrundvöllur fyrir því að beita meiri hörku

Wellink tekur ekki undir þá niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar að seðlabankinn hafi átt að taka harðar á Landsbankanum er hann fór í þrot.

Að sögn Wellink var það ekki mögulegt þar sem ekki er heimild í lögum að beita slíkri hörku.

De Wit rannsóknarnefndin gagnrýndi seðlabankann einnig fyrir hlut sinn í yfirtöku Royal Bank of Scotland, Fortis og Santander á ABN Amro sem var samþykkt af bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina