Benelli með nýjungar í nýrri byssu

<span><span>Sportveiðimenn fylgjast vel með þeim nýjungum sem framleiðendur koma með reglulega og sérstaklega er eftirvæntingin mikil þegar það kemur að skotvopnum því stökkin í þróun þar á bæ þykja oft mjög stór.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Benelli kynnti ásamt öðrum framleiðendum nýjungar á nýafstaðinni IWA Outdoors &amp; Classics sýningunni í Nurnberg í Þýskalandi.  </span></span>

Stærsta nýjungin hjá Benelli þetta árið var endurhönnun á útliti Raffaello línunnar sem er íslenskum skotveiði og byssuáhugamönnum vel kunnug.  Ný tegund af bakslagsminnkandi púða Progressive Comfort® tryggir hámarks minnkun á bakslagi án þess að þurfa að breyta ytra útliti byssunnar þar sem allir hlutar púðans sem hafa áhrif á bakslagið eru inni í skeftinu. Einnig er í fyrsta skipti á haglabyssu með viðarskefti búið að koma  fyrir kinnpúða með gelfyllingu til að mykja ákomu byssunnar að andlit skotmannsins og gera notkunina enn ánægjulegri.

<span><span><br/></span></span> <span><span>Með nýrri tækni í hönnun á hlaupinu sem hefur fengið nafnið Powerbore® er hámarks nákvæmni, krafti auk jafnrar ákomu haglanna tryggð, sem í raun tryggir þar að auki að bráðin er felld af meira öryggi og minni líkur eru á að missa frá sér særða bráð. Tvær útfærslur verða í boði Powerbore með silfruðu láshúsi og Black með svörtu láshúsi. Raffaello verður komin á markað í lok Júlí þannig að menn geta látið sig hlakka verulega til fram að því enda vafalaust margir spenntir að fá að skoða og prófa þessa einstöku byssu.</span></span> <span><span> </span></span> <span><span> </span></span> <span><span> </span></span>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert