Jón Gnarr fær ekki íslenskt kjöt í Texas

Skjáskot af Facebook

Jón Gnarr birti rétt í þessu mynd af snakki sem hann er að gæða sér á í Texas, þar sem hann býr sem stendur ásamt fjölskyldu sinni. Jón kennir handritsgerð við háskóla í Texas og saknar íslenska kjötsins ef marka má færsluna. Þarna skrifar Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, í anda færslu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrum forsætisráðherra Íslands.

Jón Gnarr er kátur í Texas en saknar íslenska kjötsins.
Jón Gnarr er kátur í Texas en saknar íslenska kjötsins. Kristinn Ingvarsson

Jón er ekki sá fyrsti til að vitna í kex og kjötrétt Sigmundar Davíðs en fjöldi fólks hefur undanfarið birt undarlegar útfæslur af þessu flippi Sigmundar. Taka skal fram að Matvælastofnun hefur varað við neyslu hrás kjöts í kjölfar mikillar umræðu um hrátt kjöt.

Kunningi Jóns kommentar á færsluna og spyr hvort íslenska kjötinu hafi sum sé ekkert orðið ágengt þrátt fyrir stífa markaðssetningu í Bandaríkjunum. Jón er fljótur til svars: „Ég er búinn að fara bæði í Trader Joe og Whole Foods. Þeir voru ekki einu sinni með íslenskan fisk, hvað þá einhverjar kjötflísar. Þeir voru ekki einu sinni með íslenskt grænmeti enda gengum við bara út.“

Skjáskot af Facebook.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert