Fljótlegt rjómapasta með laxi og spergilkáli

Pasta sem tekur stutta stund að útbúa en kætir heimilisfólkið.
Pasta sem tekur stutta stund að útbúa en kætir heimilisfólkið. mbl.is/islenskt.is

Þetta pasta er tilvalið í rigningu á mánudegi. Það má vel nota eldaðan lax í staðinn fyrir grillaðan og bæta við parmesan. Uppskriftin góða er fengin frá islenskt.is en íslenskt spergikál er einmitt á sínum besta tímabili um þessar mundir. Brakandi ferskt og hollt!

400 g íslenskt spergilkál
salt
350 g pasta, t.d. skeljar
75-100 g reyktur lax
2 egg
3 msk rjómi, matreiðslurjómi eða mjólk
nýmalaður pipar

Spergilkálið snyrt, skipt í kvisti og soðið í saltvatni í 3-4 mínútur. Pastað soðið í saltvatni þar til það er rétt tæplega meyrt, eða samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Laxinn skorinn í þunnar sneiðar og þær síðan í bita.

Egg, rjómi, pipar og salt þeytt saman í stórri skál. Þegar pastað er soðið er látið renna af því í sigti og síðan er sjóðheitu pastanu hvolft beint í skálina, heitt spergilkálið sett út í líka, og blandað vel. Að lokum er laxinum blandað saman við.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

<span><span><br/>Vissir þú að..</span></span>
  • spergilkál er mjög járnríkt og aðeins 26 hitaeiningar í 100 grömmum?
  • að spergilkál er mjög ríkt af fólansíni sem er nauðsynlegt fyrir barnshafandi konur?
  • blómkál er tilvalið í nestisboxið?
  • bragðgæði íslenska grænmetisins eru til komin vegna hreina vatnsins, loftsins og okkar frjósama jarðvegs? Þau stafa einnig af því að grænmetið fær að þroskast á eðlilegum hraða?
Nýupptekið spergilkál er virkilega gómsætt.
Nýupptekið spergilkál er virkilega gómsætt. mbl.is/islenskt.is
mbl.is/islenskt.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert